Hvítt ValdWhite Williams er eiturhress gæji með myspace síðu. Hann er líka í því að gera létta og grípandi músík sem er gaman að róla sér við. Og þá meina ég kynlífsrólu.

En í fúlustu alvöru, þá er ég að prumpa í buxurnar yfir hvað þessi tvö lög eru skemmtileg.

White Williams - 'Route To Palm' mp3
White Williams - 'Violator' mp3

'Route To Palm' mun bókað mál vera notað í einhverri hipp vegamynd um ungt fólk í leit að sjálfu sér. Hrakföll og litríkar aukapersónur. Í guðs bænum sækið þetta yndislega lag áður en það gerist.

'Violator' er síðan andrúmsloftsmúsíkin fyrir mini-partý á miðvikudegi. Þessi blanda af diskó og forvitnis-indí skilur engan eftir ósnortinn. Undir lokin get ég svarið að hann notar sama syntha og Vangelis í Blade Runner Sándtrakkinu.

Ummæli

Vinsælar færslur