Jólaseríugaddavír

Loksins var ofsaveðrið kveðið niður og við getum læðst úr neðanjarðarbyrgjum okkar. Ég vil róa þjóðina niður með tveimur vel völdum (þó ég segi sjálfur frá) lögum með listamönnum sem hafa staðið sig afskaplega vel á árinu.

Hinir sænsku Studio hafa verið leiðandi í þessari langþráðu rólegheitabylgju sem virðist vera rétt innan við sjóndeildarhringinn. Niður með distortion-rafmagnsgítar-leðurjakkatekknó og inn með strandpartý og kossaflens á smábátahöfninni.

Þetta tiltekna framlag þeirra er ögn tempó-harðara en venjan er hjá þeim (soldill Talking Heads fílingur meiraðsegja), en þetta fer þá bara í 8-rása tækin í hraðbátnum þegar við förum í kapp við Diego Escobar.
Love Is All - 'Turn the Radio Off' (Studio remix) mp3

Og blessunin hún Santogold er alltaf hress. Hér er hún í Barbados fíling.
Santogold - 'Shove It' (John Reggae & Spankrock rmx) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur