Topp Fimmtán Erlendu Plöturnar 2007 Að Mati Bobby Breiðholt

Í Fréttablaðinu á morgun, laugardag má sjá topp-fimm listann minn yfir erlendar plötur. Hér er hinsvegar öllu lengri upptalning með viðeigandi málalengingum, myndum og hljóðdæmum.


15 - NEW YOUNG PONY CLUB - FANTASTIC PLAYROOM
Allir þurfa að vera 'hin nýju eitthvað' og eftir að hafa snúið lukkuhjólinu segi ég að þau séu hin nýju Tom Tom Club.
NYPC - 'Hinding on the Staircase' mp3

14 - BLACK MOTH SUPER RAINBOW - DANDELION GUM
Mega geimfarar reykja gras og taka upp plötu um borð í geimsjónaukanum Hubble? Nei? Þessir gæjar gerðu það samt.
Black Moth Super Rainbow - 'Forever Heavy' mp3

13 - WHITE WILLIAMS - SMOKE
Skringilegur gaur gerir skringilega músík sem lætur mig dansa skringilega.
White Williams - 'Violator' mp3

12 - TRANS AM - SEX CHANGE
Tónlistarlegt samheiti sportbílanna með vélina uppúr húddinu.
Trans Am - 'Reprieve' mp3

11 - FEIST - THE REMINDER
Konan sem einsömul seldi svona þrettán milljarða ipoda.
Feist - 'My Moon My Man' (Boys Noize rmx) mp3

- - - -


10 - CHROMEO - FANCY FOOTWORK
Fyrsta og eina vel heppnaða samstarf gyðings og araba.
Chromeo - '100%' mp39 - STUDIO - YEARBOOK 1
Sænskt vangadanspartý á ströndinni. Sólarlag á snekkjudansgólfinu.
Studio - 'Origin' mp38 - !!! - MYTH TAKES
Endalaus grúf spiluð í transi fyrir sveittan múg. Í raun Grateful Dead nútímans, bara ekki eins glatað.
!!! - 'Heart of Hearts' (The Brothers rmx) mp37 - LCD SOUNDSYSTEM - SOUND OF SILVER
Megalofið sem hlaðið var á þessa plötu er réttlætanlegt. Ég fílaði þó plötuna/lagið '45:33' betur.
LCD Soundsystem - 'Us v Them' mp3
6a - CHROMATICS - SHINING VIOLENCE
6b - CHROMATICS - NIGHT DRIVE

Kómadiskóið sem ætlar aldrei að linna. Magnþrungnar og draumkenndar tvíburaplötur.
Chromatics - 'Hands In The Dark' mp3
Chromatics - 'Night Drive' mp3

- - - -


5 - FELICE BROTHERS - TONIGHT AT THE ARIZONA
Þrír bræður og einn til. Lifa, ferðast og semja tónlist í gamalli skólarútu. Kalla sjálfa sig dirtbags og lifa samkvæmt því. Hljóma einsog fjórði dagur drykkjutúrs í fjallabænum Volæði. Morðballöður drauga á gítar og harmonikku. Einsog yngri, dónalegri bræður The Band. Óskilgetnir synir Springsteen á Nebraska-tímabilinu. Töfrar, slitnir skór og fangelsisvist. Svo góðir að maður getur bara talað um þá í stikkorðum.
The Felice Brothers - 'Roll On Arte' mp3
The Felice Brothers - 'Rockefeller Drug Law Blues' mp3
The Felice Brothers - 'Ballad Of Lou The Welterweight' mp34 - THE BEES - OCTOPUS
Einhverjir afdalamenn á nær-yfirgefinni eyju í Bretlandi gera skemmtilegustu sumar-kokteil-psychedelic-blús-brassband músík sem hægt er að hugsa sér. Það er svipað og að bóndinn á Flatey kæmi allt í einu með bestu house plötu allra tíma. Einhver gæti sagt að það séu eflaust einhver eiturlyf í drykkjarvatninu á eyjunni Wight, en ég mundi frekar segja að það hafi óvart farið eitthvað drykkjarvatn í eiturlyfin. Þömbum lónvatn úr geitarhorni og blásum í básúnu.
The Bees - 'Got To Let Go' mp3
The Bees - 'Listening Man' mp33 - ROISIN MURPHY - OVERPOWERED
Titillag þessarar plötu var þjóðsöngur sumarsins hjá mér. Fyrsta sólóplata þessarar fyrrum söngkonu Moloko, 'Ruby Blue' var fín á köflum en datt stundum í leiðindadjass og eitthvað plinkíplonk sem minnti á atriði í teiknimynd eftir Tim Burton. 'Overpowered' er aftur á móti poppplata. Grípandi, smart og aðgengileg. En alltaf skína frumlegheitin og fágunin í gegn. Tískudiskó af bestu sort.
Roisin Murphy - 'Overpowered' mp3
Roisin Murphy - 'You Know Me Better' mp32 - GLASS CANDY - BEATBOX
Guði sé lof fyrir ítalina. Einmitt þegar maður hélt að Ed Banger og franska tekknóið ætlaði að ganga að ímyndunarafli danshljómsveita dauðu, kom útgáfufyrirtækið Italians Do It Better og opnaði fjólublátt flauelstjaldið að stjörnuþokunni Smekklegheit. Gamaldags Italo-synthar, nútíma diskóbít og draumkenndir textar gerðu Glass Candy, Chromatics og Mirage að mest spennandi hljómsveitum ársins. Frakkland mun falla.
Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Rolling Down The Hills' mp31 - M.I.A. - KALA
Í ár voru stelpurnar að gera langskemmtilegustu hlutina. Santogold, Feist, Roisin Murphy, Tracey Thorn og Farah létu strákana svitna en Mæja sendi þá í uppvaskið. 'Arular', frumburður hennar var alveg hreint fín plata, en 'Kala' er ekkert annað en spandex-klædd borgarastyrjöld... semsagt snælduvitlaust góð. Hvert einasta lag er einstakt, stílar og stefnur skjótast um allt og manni langar einna helst að stofna nýtt eyríki, með Mæju sem forseta og neongular hjólabuxur sem þjóðfána. Ég meina, hverjum öðrum hefði dottið í hug að gera rapplag með þremur tíu ára frumbyggjum frá Ástralíu?
M.I.A. - 'Paper Planes' mp3
M.I.A. - 'Mango Pickle Down River' (feat. Wilcannia Mob) mp3

- - - -

Svona hljómar það nú. Álit?

Eins og áður sagði kemur svo sameiginlegur listi okkar allra yfir bestu lögin einhverntíman eftir jól.

Ummæli

Jói sagði…
stofnum tímarit. gerum byltingu. verðum gjaldþrota. verum hamingjusamir.
Baron Von Luxxury sagði…
Wow, we do indeed have totes similar tastes - from the Johnny Jewel and Feist right down to the vintage country and disco!
Bobby Breidholt sagði…
Jói-
Ég er með.

Baron-
Most luxurious thanks to you! Glad you liked the list.
halli sagði…
Sá Black Moth Super Rainbow spila í vor, og sjóvið gerði lögin þrettánþúsund sinnum fallegri og flottari. Þau eru æði.
Bobby Breidholt sagði…
ÓÓH! ég vildi hafa verið þar!
Símon (fknhndsm) sagði…
pssstt... sá þið að þetta væru breiðskífur, langaði bara að segja að Late Night Tales : Lindström er allavega mix diskur ársins + svo fylgir þessi fína saga í lokin :D

sjáumst 26 janúar á Barnum ef ekki þá í Partyzone fyrr um kvöldið..

Kveðja Símon

Vinsælar færslur