Magnþrungnir lokadagarÞað er alltaf soldið spes stemning á milli jóla og nýárs. Það er dimmt og kalt, elliær jólaljós úti um allt og auðvitað mikill endalokafílingur yfir öllu. Árið er dautt og Örn Árnason dreifir ösku þess með stærstu tívolíbombunni.

Það er gaman að vera þunglyndur af og til. Hér eru tveir niðurlútir (en þó vongóðir (og rosalega grípandi)) hittarar til að hlusta á í gönguferð um skítugan snjó.

Fyrst er það sænski næturgalinn Robyn. Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum undanfarið. Þetta er handa þeim sem fengu dömp frá makanum í jólapakkann.
Robyn - 'With Every Heartbeat' mp3

Og hresst remix. Ég er glaður að Punks Jump Up héldu tilfinningunni í laginu. Það hefði verið svo auðvelt að klúðra þessu með einhverju BANGIN' tekknórúnki, en mínir menn leysa þetta smekklega.
Robyn - 'With Every Heartbeat' (Punks Jump Up rmx) mp3


Svo er það gella sem ég hef mikið hampað undanfarið. Tracey Thorn var auðvitað drottning house/trip hop í the 90's en hér er hún í lekkerum elektrógír með íslandsbræðrunum í Hot Chip.
Tracey Thorn - 'King's Cross' (Hot Chip rmx) mp3
Aftur er ég glaður með útkomuna á remixinu. Hot Chip eru venjulega mjög mistækir þegar þeir remixa aðra listamenn, en hérna er útkoman til fyrirmyndar.

Ummæli

Vinsælar færslur