Hátíðarskap

Aldrei þessu vant hef ég verið að grúska í jólatónlist og hef fengið mér jólatjáningar frá Beach Boys, Elvis, Henry Mancini, Phil Spector og 'Merry Christmas Charlie Brown' með Vince Guaraldi Trio. Þessi síðastnefnda er í sérstöku uppáhaldi, heldjössuð og smooth. Ég notaði eitt lagið af henni á vetrarmixinu sem ég setti inn um daginn.En lagið sem ég ætla að setja inn er með hinum yndislegu Ronettes. Það er hvorki um grýlukerti né möndlugraut en það skiptir ekki máli því lögin þeirra eru alltaf svo jólaleg. Hreindýrabjöllur í yfirvinnu.

The Ronettes - 'Baby I Love You' mp3


Gleðileg jól kæru vinir.

Ummæli

Vinsælar færslur