Voðaleg Karíbahafsmúsík er þetta, á ekki að vera jólatónlist?Derrick Harriott gerist suðrænn jólasveinn og færir okkur yl frá Jamaíku. Lag þetta er heitara en logandi kerti á aðventukransi. Harriott var og er reggae pródúser og hefur helst unnið það sér til frægðar að vera einn af frumkvöðlum dub tónlistar ásamt King Tubby og Scratch Perry. Reyndar ekki ýkja döbbað þetta lag, en sjóðheitt einsog áður sagði. Njóttu þessara tóna, mon.

Derrick Harriott - 'Brown Baby' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jahman, I and I send out big love to all of ya in Babylon, Me man like to be there to man, especialy now when it is cold in da Europe, Blessja and respect,

and do not forget who you are and who to trust
onelove

TonyBix

Vinsælar færslur