Tilkynningaskyldan: NÝTT LAG FRÁ ROYKSOPP!Jæja, ókei, þetta er nokkra daga gamalt, þannig að sírenan er kannski pínu ofmat. En hey, hversu oft fáum við að nota hana?

Það er allavega komið nýtt lag frá ROYKSOPP, vinalega dúóinu frá Noregi. Það hefur ekki heyrst múkk frá þeim síðan áður en internetið var fundið upp, en þeir ákváðu að skjóta upp kolli á ný núna 15. desember síðastliðinn með lagi í tilefni af 10 ára afmæli hljómsveitarinnar.

Lagið heitir að sjálfsögðu Happy Birthday, og er alveg frekar magnað.

Þið getið sótt lagið á heimasíðu hljómsveitarinnar, Royksopp.com.

Ummæli

Vinsælar færslur