Svart og hvítt
Ég er ekkert rosalega að fíla Katy Perry, finnst tónlistin hennar vera einum of bandarískt háskólapopp/rokk, hún sjálf er rosa rosa sæt og oft flott stíleseruð í svona 50's 60's stíl sem mér finnst svo flott, en dat is dat!
Ég fann samt eitt lag með henni sem ég fíla því þetta er MGMT coverlag.
Katy Perry - 'Electric Feel (MGMT COVER)' mp3
Svo er það Ingrid Michaelson sem ég er hinsvegar að fíla ofsa vel en mér finnst hún hrikalega halló og lúðaleg því miiiiður. Ofsa sæt en rosalega púkó.
Svona er þetta, þetta tvennt fer ekki alltaf hönd í hönd. Kannski ættu þær að vinna saman, ég held þær mundu bæta hvora aðra rosa vel upp. Ingrid fengið ofsa fína stíleseringu og Katy að gera alvöru tónlist.
Ummæli