Hologramophone



Eitt alveg fantafínt á mánudegi. Letilegt 10+ mínútna remix á algerum cruise control hraða. Sætur unaður að heyra þetta þegar maður þrammar í brakandi haustlaufum og étur brakandi Haustkex.
LCD Soundsystem - 'Us V Them' (Any Color U Like Remix By Windsurf) mp3

Annað hljóðkerfisband. Þetta lag er af svipuðum toga, en ögn meira brokk í taktinum. Þetta spila þeir í chillout-herberginu í geimstöðinni MÍR.
Gucci Soundsystem - 'Acarpenter' (Joakim Remix) mp3

Að lokum er hér engin önnur en rauðhærða gellan sem var fyrst til að vera rekin úr Sugababes. Mér fannst hún alltaf sætust en ég virðist vera einn um það. Anyways, hér er epík frá henni.
Hún ætti samt að skipta um nafn. Hvað með "Suzy McDonald"? Miklu vænlegra til vinsælda.
Siobhan Donaghy - 'Don't Give It Up' (Jbag's BoomBoxed intro) mp3

Ummæli

Sveinbjorn sagði…
Ég hitti þær allar, þegar Siobhan var farin úr bandinu.
Þær eru rooosa lítið sætar. Reyndar voru þær furðu útjaskaðar, miðað við það að þær voru ekki orðnar tvítugar þegar ég hitti þær. Það er klárlega standandi partí að vera meðlimur í Sugababes.
Jonina de la Rosa sagði…
kannski var hún rekin útaf nafninu... það gat enginn borið það framm...

eða því þær voru abbó því hún var ekki útjöskuð eins og þær..

Vinsælar færslur