mánudagur, október 08, 2007

YfirbugunUppáhalds hátískudiskódíva okkar allra, Roisin Murphy Gefur út sólóplötu númer tvö, 'Overpowered' seinna í þessum mánuði. Ef þú hefur verið að lesa þetta blogg af einhverjum vana, þá ættir þú þegar að eiga titillag plötunnar, sem ég setti hér inn einhverntíman í sumarbyrjun. Tvímælalaust einn af danshitturum ársins.

En það eru auðvitað fleiri lög á plötunni og hér er góð tvennd. 'Crybaby' er pjúra partýmonster með hamrandi kúabjöllum og allt. Hitt lagið, 'You Know Me Better' er meira baksviðs á tískusýningu. Svona unaðslegt diskóhás sem við munum eftir frá Moloko-árunum.

Annars er platan í heild sinni algert kynlíf og væri hún fullkomin morgungjöf handa diskókúlunni í lífi þínu.

Roisin Murphy - 'Crybaby' mp3
Roisin Murphy - 'You Know Me Better' mp3

Hmm. Tískudiskó = Tískó?

3 ummæli:

truc sagði...

hi from paris

Bobby sagði...

Thanks from Reykjavik.

RUDY sagði...

thnk u so much!!! ur blog = YAY :)