Föstudagsboogie #1



Næstu vikur mun detta hér inn á Breiðholtið boogie eða diskó slagari á hverjum föstudegi. Í fyrsta innslaginu er hér kanadíska sveitin Cheri.

Sveitin samanstóð af söngkonunum Rosalind Hunt og Lyn Cullerier en sú fyrrnefnda var dóttir Geraldine Hunt sem átti sinn eigin diskósmell nokkrum árum áður en þær hófu ferilinn. Þær stöllur áttu one-hit-wonder með laginu Murphy's Law árið 1982 en þar var toppinum náð í vinsældum. Næsta smáskífa af fyrstu breiðskífu þeirra gekk ekki jafn vel en hún innihélt þetta ótrúlega fína lag hér.

» Cheri - Give It To Me Baby

Ummæli

krilli sagði…
Hu ... whiz bang, ég til kanada. Flott hik í þessu lagi, hvernig það tyllir sér upp á syntann - stopp - og heldur svo áfram ...

Vinsælar færslur