Nýtt blóð

Eftir nokkrar framúrskarandi gestafærslur höfum við beðið okkar mann í Japan, Árna Kristjánsson að ganga til liðs við okkur fúll tæm. Við flugum til Tokyo og skrifuðum undir samning við hann í vikunni. Mikill happafengur að fá hann í gengið.

Árni sérhæfir sig í rassskellandi boogie, diskó og fáheyrðum gullmolum. Hann er einnig lunkinn við að framleiða edit og remix einsog lesendur hafa fengið nasaþef af. Einnig má búast við japanskri tónlist sem er heitari en gerjað wasabe.

Irrasshaimase Árni!

Ummæli

Vinsælar færslur