Meiri Hryllingur

Goth dúllurnar í The Horrors eru skriðnir úr kistu sinni með nýtt efni. Hingað til hafa þeir verið þekktir fyrir martraðarkennt sörf rokk og Chris Cunningham sýru en nú er allt annað hljóð í þeim.
Mun meira fullorðins stöff sem minnir á Can og/eða Trans Am. Ég hef fílað þá með öðru eyranu hingað til, en ef nýja platan, 'Primary Colours' inniheldur meira svona þá er ég seldur.
» The Horrors - Sea Within A Sea
Ummæli