Meiri HryllingurGoth dúllurnar í The Horrors eru skriðnir úr kistu sinni með nýtt efni. Hingað til hafa þeir verið þekktir fyrir martraðarkennt sörf rokk og Chris Cunningham sýru en nú er allt annað hljóð í þeim.

Mun meira fullorðins stöff sem minnir á Can og/eða Trans Am. Ég hef fílað þá með öðru eyranu hingað til, en ef nýja platan, 'Primary Colours' inniheldur meira svona þá er ég seldur.

» The Horrors - Sea Within A Sea

Ummæli

Nafnlaus sagði…
þetta lag er búið að vera á non stop repeat hjá mér. Nettur Joy Division tremmi í þessu líka. Illað. - Sóley
Bobby Breidholt sagði…
Já einmitt soldill Joy Division fílingur. Hlakka til að heyra meira efni.

Vinsælar færslur