Englar og draugar munu flá þig lifandi

Stundum eru lög sem ég set inná itunes ekki nægilega merkt þannig að það kemur eyða þar sem nafn flytjanda ætti að vera. Ég reyni eftir fremsta megni að komast að bandinu ef ég veit það ekki fyrir, svo allt sé nú spikk og span. En stundum veit ég bara ekkert hver/jir eru á ferðinni (eða er bara latur) og þá set ég bara inn nafnið Info Fucker-Uppers. Þetta ímyndaða band á núna nokkuð mörg lög í mínu safni. Þeir skiptast á að spila rokk, house, reggae og hvað annað sem þeim dettur í hug. Ekki við eina fjölina felldir, krakkarnir í Info Fucker-Uppers.

ALLAVEGANA, lagið sem þessari færslu fylgir datt inn á sjöffel um daginn og það hitti í mark. Ég lagði því ögn meira á mig til að komast að sannleikanum um þá og setti rannsókarferlið í gang (þeas gúgglaði viðlagið). Kemur á daginn að þetta er Manchester band að nafni Lisa Brown. Ég fann hinsvegar lítið sem ekkert um þá. Flestar greinarnar, ef greinar má kalla, eru einsog þessi, bara standard "Nýtt band á uppleið" kálfur. Ekkert wiki, engin heimasíða, engir tónleikar í Egilshöll. Þeir bara komu með eina EP plötu 2003 og hypjuðu sig svo kurteisislega í burt.

Mér finnst bara svo gaman að uppgvöta svona modern nuggets. Án internetsins hefði ég aldrei heyrt í þessum gæjum sem eru eflaust núna að slá gras í Manchester fyrir tvö pund á tímann.

Og lagið? Já það er svona lágstemmt-en-hratt shoegaze popp einsog var vinsælt í upphafi aldar. Tilvalið til að hlusta á í strætó á leið heim í skammdeginu.

» Lisa Brown - 'No Light Left'

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Plíís laga hraðann á laginu!

Ég get hlustað á allt annað á síðunni, en þetta er á tvöföldum hraða.

Vinsælar færslur