Föstudagsboogie #2Með betri boogie kaupum sem ég hef gert var þessi plata í Góða Hirðinum í fyrra. Platan Point of Pleasure með Xavier kom út 1982 og inniheldur marga slagara, þar á meðal þennan hér sem ég notaði nýverið í þetta mix.

Lagið sem ég pósta upp hér er að mörgu leyti mjög dæmigert fyrir boogie, langar brýr yfir í viðlögin, ofur-einföldu textarnir, létta rafmagnspíanóið undir, funk bassalínur spilaðar á syntha og svo framvegis. Dæmigert og hörku gott.

» Xavier - Love Is On The One

Ummæli

Vinsælar færslur