Slappið af.



Mér finnst Susan Cadogan vera með alveg geysifallega rödd. Ein af mínum uppáhalds söngkonum og tvímælalaust uppáhalds reggae drottningin mín. Hér er hún að mæma stærsta smellinn sinn, 'Hurt So Good' árið 1975 (haa? tónlist á youtube?!). Susan varð reyndar aldrei stórt númer. Hún hefur eytt meiri tíma í að vinna sem bókasafnsvörður en að syngja, sem er alger sturlun.

Hér eru tvö lög með henni, eitt alveg útúrmökkað og svo eitt hresst cover á Elvis hittara.

» Susan Cadogan - Nice and Easy
» Susan Cadogan - In the Ghetto

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Millie jackson söng líka hurts so good, sem er á plötu hennar sem heitir hurts so good. hérna er það;


http://www.dailymotion.com/video/xlbut_millie-jackson-hurts-so-good_music

djöfull ELSKA ég soul train!

Laufey
krilli sagði…
Takk! Hún er frekar fullorðins-sexí gella.

Tékkaðu líka á Junior Byles, lagið Curly Locks sérstaklega. Það er frekar skemmtilegt karlmanns-vinkils lag borið saman við Hurt so good.

http://www.youtube.com/watch?v=j77CpmiJiwc

Vinsælar færslur