Aldrei bless

Sem smá follow-up af þessum póst er hér annað kover af Jackson 5 lagi en í öðrum gír.
Lagið sem um ræðir var samið af leikaranum og lagasmiðnum Clifton Dyson og var tekið upp fyrst af Jackson 5 árið 1971. Síðar sama ár kom svo út þessi svaka djass-útgáfa frá saxofónleikaranum Rahsaan Roland Kirk. Í stað söngsins fær vókallinn að óma í bakgrunninum meðan tenórsaxofónninn ber lagið. Hreint magnað.
» Rahsaan Roland Kirk - Never Can Say Goodbye
Ummæli