Honey, I love you



Næstkomandi föstudag byrjar nýr reglulegur liður hér sem kallast Föstudagsboogie. Þar mun ég pósta boogie gullmolum í hverri viku til að leiða lesendur inní helgina.

Í tilefni af því er hér dæmi um japanskt boogie, framreitt af poppgoðinu Tatsuro Yamashita. Allt frá því að hann hóf ferilinn snemma á 8. áratugnum var hann af miklu áhrifum af djassi, funk og diskói. Jafnframt því að gera slíka tónlist sjálfur samdi hann einnig diskó og boogie lög fyrir aðra artista. Lagið sem þið heyrið hér er af plötunni For You frá árinu 1982 og stendur tvímælalaust uppi sem eitt af bestu lögunum sem hann hefur gert.

» Tatsuro Yamashita - "Love Talkin' (Honey, It's You)"

Ummæli

Vinsælar færslur