Föstudagslagarinn XV

OK það er búið að vera helvíti þungt í okkur hljóðið hérna undanfarið. Núna er hún glampandi og því kominn tími á að hrista upp í þessu. Vér kynnum fyrir ykkur Fox n Wolf, kynþokkafyllstu hljómsveit sem nokkurn tíman hefur komið fram með dýragrímur.
Fox n Wolf - 'Youth Alcoholic' mp3
Svona eiturhresst tíkar-rapp meikar bara sens á góðviðrisdögum sem þessum. Stelpur sveima um göturnar í litríkum múnderingum og kýla karlmenn og gamalmenni í magann einsog kynþokkafullir ávaxtakokteilar í hefndarhug.
Ummæli
»