Sextán

Mannakornsvika skrúðgöngunar heldur áfram.

Mannakorn virðist vera frekar vinsæl hljómsveit þessa dagana. Ég hef keypt tvo diska með þeim, með mánaðar millibili, og í fyrra skiptið sem ég fór í Skífuna og keypti disk var fullur rekki af diskum með þeim, en mánuði síðar voru bara tveir þrír diskar.

- - -
Lifði og dó í reykjavík var einn af eitís smellum Mannakorna. Eðal bylgjupopp, með kántrí gítarhúkk og Stúdíó Sýrland sándi. Það kom út á plötunni Bræðrabandalagið, árið 1988.

Ég hef leitað slatta en hef ekki fundið neinn stað til að kaupa þessar gömlu plötur þeirra á geisladisk á netinu, en hægt er að kaupa eitthvað af gamla dótinu þeirra á stafrænu sniði á Tónlist.is. Þó ekki ef þú ert með macintosh vél, eins og ég.

» Mannakorn - Lifði og dó í Reykjavík

Ummæli

Vinsælar færslur