Mánudagslag #28
Kæra skrúðganga!
Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa ykkur, því vona ég að þetta verði birt sem fyrst.
Ég á erlendann vin, sem heitir Erlend. Hann er alltaf að skipta um hljómsveitir. Fyrst var hann í gítarpoppþynnkubandinu Kings of Convenience, svo hélt hann að hann væri plötusnúður í smástund, og svo var hann næstum því í Royksopp, en hætti við. Núna er hann fluttur til Berlínar og kominn í enn eina hljómsveitina. Hún er reyndar vandaðri og skemmtilegri en fyrri tilraunir hans, en samt hef ég áhyggjur. Ég er hrædd um að ef hann heldur þessu áfram, þá endi hann í Rockstar Supernova, í súpergrúppu með Tricky, Hafdísi Huld og Leeroy úr Prodigy. Svo finnst öllum stelpunum í bekknum ég vera ljót og leiðinleg. Hvað á ég að gera?
Þín,
Ein ráðvilt
PS: Hvað lestu úr skriftinni minni og hvað er ég gömul?
- - - - -
Kæra Ein ráðvillt.
Þetta er vonlaust ástand sem þú lýsir. Þið Erlend ættuð að setjast niður saman. Það má vel vera að honum líði alveg eins og þér. Við förum öll í gegnum tímabil þar sem að við flytjum til Berlínar og stofnum fullt af hljómsveitum, þetta er eðlilegt og gangur lífsins. Hvað stelpurnar úr bekknum þínum varðar, ættir þú að kaupa þér dýrar gallabuxur, gefa þeim öllum nammi og prófa að leggja eina þeirra í einelti.
PS: handskriftin þín ber vott um fljótfærni, og þú mættir laga stafsetninguna. Þú ert sennilega um þrítugt.
» Whitest Boy Alive - Don't Give Up mp3
Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa ykkur, því vona ég að þetta verði birt sem fyrst.
Ég á erlendann vin, sem heitir Erlend. Hann er alltaf að skipta um hljómsveitir. Fyrst var hann í gítarpoppþynnkubandinu Kings of Convenience, svo hélt hann að hann væri plötusnúður í smástund, og svo var hann næstum því í Royksopp, en hætti við. Núna er hann fluttur til Berlínar og kominn í enn eina hljómsveitina. Hún er reyndar vandaðri og skemmtilegri en fyrri tilraunir hans, en samt hef ég áhyggjur. Ég er hrædd um að ef hann heldur þessu áfram, þá endi hann í Rockstar Supernova, í súpergrúppu með Tricky, Hafdísi Huld og Leeroy úr Prodigy. Svo finnst öllum stelpunum í bekknum ég vera ljót og leiðinleg. Hvað á ég að gera?
Þín,
Ein ráðvilt
PS: Hvað lestu úr skriftinni minni og hvað er ég gömul?
- - - - -
Kæra Ein ráðvillt.
Þetta er vonlaust ástand sem þú lýsir. Þið Erlend ættuð að setjast niður saman. Það má vel vera að honum líði alveg eins og þér. Við förum öll í gegnum tímabil þar sem að við flytjum til Berlínar og stofnum fullt af hljómsveitum, þetta er eðlilegt og gangur lífsins. Hvað stelpurnar úr bekknum þínum varðar, ættir þú að kaupa þér dýrar gallabuxur, gefa þeim öllum nammi og prófa að leggja eina þeirra í einelti.
PS: handskriftin þín ber vott um fljótfærni, og þú mættir laga stafsetninguna. Þú ert sennilega um þrítugt.
» Whitest Boy Alive - Don't Give Up mp3
Ummæli
»