Siðbuið föstudagslag og kveðja úr sveitinni
Í þessum töluðu orðum er ég í símanum við hinn helming þessa tónlistarbloggs, Björn Þór. Hann skilar til ykkar:
"Er sólin sest á bak við reynisfjall, brotna öldurnar á grænum klettinum, og ég hugsa til ykkar. Sérstaklega þín.
Lundarnir svífa um og stráin blakta yfir höfði mér.
Kveðja frá Vík í Mýrdal"
- - -
Eins og glöggir lesendur tóku örugglega eftir, þá var ekkert föstudagslag í gær. Fyrir hönd okkar Björns biðst ég innilegrar afsökunar, og hér er lítil sárabót:
» Patrick Wolf - The Libertine
Þetta lag var eitt af heitustu smellum síðasta hausts í iPodinum mínum, og voru hlustendur (ég) sammála um að gæðalag væri þar á ferðinni. Þetta lag sameinar það að vera ofsalega vandað fullorðins popp og svona næstum því danssmellur. Næstum því. Kannski meira svona koma-sér-í-gírinn lag en eitthvað til að tjútta við á dansgólfinu.
"Er sólin sest á bak við reynisfjall, brotna öldurnar á grænum klettinum, og ég hugsa til ykkar. Sérstaklega þín.
Lundarnir svífa um og stráin blakta yfir höfði mér.
Kveðja frá Vík í Mýrdal"
- - -
Eins og glöggir lesendur tóku örugglega eftir, þá var ekkert föstudagslag í gær. Fyrir hönd okkar Björns biðst ég innilegrar afsökunar, og hér er lítil sárabót:
» Patrick Wolf - The Libertine
Þetta lag var eitt af heitustu smellum síðasta hausts í iPodinum mínum, og voru hlustendur (ég) sammála um að gæðalag væri þar á ferðinni. Þetta lag sameinar það að vera ofsalega vandað fullorðins popp og svona næstum því danssmellur. Næstum því. Kannski meira svona koma-sér-í-gírinn lag en eitthvað til að tjútta við á dansgólfinu.
Ummæli