Sautján





















Maggi Eiríks diggar ekkert að það sé verið að bora í móðurjörðina. Hann setur siggborinn hnefann í borðið og krefst afnáms stóryrkjustefnu yfirvalda, og þetta gerði hann í kringum 1979.

Þessir barnungu ullarsokkahippar í dag sem þykjast bera velferð náttúrunnar fyrir brjósti, þeir bara spreyja á veggi saklauss fólks og reykja spliff í kjallaranum undir Kaffi Hljómalind. Það væri gaman að sjá það hyski rífa sig upp, strunsa á gatslitnum kínaskónum í upptökuver og semja einn svona slagara. Aular.

Mannakorn - 'Göngum Yfir Brúna'
mp3

Ummæli

Kjartan sagði…
Heyr heyr heyr heyr heyr heyr heyr!!!!!!!

Kjarri

Vinsælar færslur