Fjólublátt Kremj / Föstudagsslagari
Purple Crush koma frá Brooklyn og eru að eigin sögn Electro-Emo band. Mér þykir það mikil mildi að þau eru meira electro en emo í útliti og hljómi og veit ég ekki til þess að aðdáendur unglingadramaþáttanna hafi mikinn áhuga á þeim.
Þau gefa út EP plötuna "Welcome 2 Emo Club" innan tíðar og hér er smá sýnishorn af verkinu. Þetta er Kate Bush cover, en allir vita að ef þú coverar hana þá getur þú ekki klikkað.
Purple Crush - 'Running Up that Hill' (Kate Bush cover) mp3
Ummæli
Dáldið einsog allt sem Postal Service gerir (það er þó meira kvalití). Ekkert stórfenglega breikþrú magnað, en voðalega lækabúl og fínt. Ég er líka mjög feginn að aðalmelódían er ekki rafmagnsgítarsamplhljóð.
(núna ýtti ég á einhvern takka og kommentaglugginn er fullscreen. Kann ekki að breyta...voah!)