Föstudagsslagarinn / Creme Brulée



It just don't stop!



Skandinavískt elektrórapp náði vissum hápunkti með lagi MC Miker G og DJ Sven, Holiday Rap, og síðan þá hefur leiðin bara legið niðurávið. Á tíunda áratugnum misstu rapparar norður evrópu sjónar á því sem virkilega skiptir máli í lífinu, það er að Rock It and Don't Stop it. Þó að ný hugðarefni þessarra orðsmiða norðurlanda, svo sem glæpir, pólitík, kellingar og kannabisreykingar séu vissulega þess virði að fjalla um í bundnu máli yfir taktföstu lagi, þá hafa þeir gleymt megin tilgangi sínum, það er að minna æsku þessarra landa á að Wave Their Hands In The Air Like They Just Don't Care.

Því er nýjasti smellur The Zukakis Mondeyano Project sem gjöf af himnum ofan. Og ekki mátti seinna verða. Heimurinn er allur á öðrum endanum, stríð, mansal og virkjanaframkvæmdir hafa skilið mannkyn eftir á barmi taugaáfalls, og við þurfum að "rock it to this funky beat" sem aldrei áður. Í laginu minna þeir á að enn eru til góðir hlutir í heiminum, svo sem "Champagne, Marmelade, Caviar, Creme Brulée".

Robert Zukakis og Earl Mondeyano standa yfir sjúkrabeði æskunar, og með þessum taktföstu elektrórímum tosa þeir súrefnisslönguna úr hálsi ungdómsins, og með rímnahandaálagningu ná þeir að vilja gelgjurnar aftur til lífs. Framtíðin er björt.

» TZMP - Champagne Girl

» TZMP.com

Ummæli

Bobby Breidholt sagði…
Sjíí mar ég býð í créme brulée partý. Svenni þú kemur með the flame-thrower.

Má ég samt spyrja hvaða söngkona er þarna með Rob & Earl?
Nafnlaus sagði…
Begga heitir hún, betur þekkt undir nafninu Pocus Doctor: Jenny Kamikaze eða bara Jenny Kamikaze. Kemur frá Minnesota þar sem hún þjónar til borðs á underground 80s diner sem að Don Johnson stofnaði með pródúser New Kids On The Block.

Vinsælar færslur