Opið bréf til Björns Þórs Björnssonar.
Opið bréf til Björns Þórs Björnssonar.
Kæri Björn Þór.
Þar sem að þú ert ekki við á MSN og mér bráðvantar að koma til þín þessum skilaboðum, hef ég ákveðið að birta þau hér.
Eins og þú hefur væntanlega tekið eftir, ert þú gríðarlegur unnandi draumkendrar hippatónlistar, verandi skápa-evrópuhippi og allt það. Ég veit að seint á kvöldin seilist þú stundum dýpst inn í fataskápinn, í leynikassann þinn, og tekur fram dreadlock-hárkolluna og smellir einhverju friðsælu á fóninn.
Ég veit einnig að þú ert bæði hrifinn af nýaldartónum Vangelis og af þjóðlagaléttpoppi Demis Roussos, og hampar sjötommunni þinni með Forever and Ever (You're Beautiful) með honum í hvert skipti sem ég kem í heimsókn.
Því var mér strax hugsað til þín þegar ég hlustaði á lag sem ég sótti á Bumrocks.com áðan. Þetta lag er með hljómsveitinni Aphrodite's Child, sem var stofnuð af Demis og Vangelis ásamt tvemur vinum þeirra, í Grikklandi 1967. Hljómsveitin flutti til Parísar í meik-hug stuttu seinna, og gáfu þar út tvær vinsælar plötur. Þegar kom að þriðju plötunni var Vangelis allur farinn að hippast upp, var kominn með kristala um hálsinn og farinn að gera nýaldarbíótónlist á fullu. Hugmyndin að plötunni 666, sem þetta lag er tekið af, kemur frá honum, og Demis og hinir tveir voru fyrst ekki alveg í stuði fyrir það að víkja frá poppuðum hipparokk stíl sínum. Vangelis tókst samt, með hjálp kannabisefna, kristala og mikils lófalesturs, að fá þá með sér á sitt band, og þeir tóku upp plötuna og hættu síðan störfum. Vangelis gerði seinna Blade Runner soundtrackið sem þú skrifaðir um hér neðar á síðunni og Demis fór að búa til húsmæðra-hipparokk með banjóundirspili og kórum og gekk mikið í appelsínugulum fötum.
» Aphrodite's Child - The Four Horsemen
Kæri Björn Þór.
Þar sem að þú ert ekki við á MSN og mér bráðvantar að koma til þín þessum skilaboðum, hef ég ákveðið að birta þau hér.
Eins og þú hefur væntanlega tekið eftir, ert þú gríðarlegur unnandi draumkendrar hippatónlistar, verandi skápa-evrópuhippi og allt það. Ég veit að seint á kvöldin seilist þú stundum dýpst inn í fataskápinn, í leynikassann þinn, og tekur fram dreadlock-hárkolluna og smellir einhverju friðsælu á fóninn.
Ég veit einnig að þú ert bæði hrifinn af nýaldartónum Vangelis og af þjóðlagaléttpoppi Demis Roussos, og hampar sjötommunni þinni með Forever and Ever (You're Beautiful) með honum í hvert skipti sem ég kem í heimsókn.
Því var mér strax hugsað til þín þegar ég hlustaði á lag sem ég sótti á Bumrocks.com áðan. Þetta lag er með hljómsveitinni Aphrodite's Child, sem var stofnuð af Demis og Vangelis ásamt tvemur vinum þeirra, í Grikklandi 1967. Hljómsveitin flutti til Parísar í meik-hug stuttu seinna, og gáfu þar út tvær vinsælar plötur. Þegar kom að þriðju plötunni var Vangelis allur farinn að hippast upp, var kominn með kristala um hálsinn og farinn að gera nýaldarbíótónlist á fullu. Hugmyndin að plötunni 666, sem þetta lag er tekið af, kemur frá honum, og Demis og hinir tveir voru fyrst ekki alveg í stuði fyrir það að víkja frá poppuðum hipparokk stíl sínum. Vangelis tókst samt, með hjálp kannabisefna, kristala og mikils lófalesturs, að fá þá með sér á sitt band, og þeir tóku upp plötuna og hættu síðan störfum. Vangelis gerði seinna Blade Runner soundtrackið sem þú skrifaðir um hér neðar á síðunni og Demis fór að búa til húsmæðra-hipparokk með banjóundirspili og kórum og gekk mikið í appelsínugulum fötum.
» Aphrodite's Child - The Four Horsemen
Ummæli