Föstudagsslagarinn

Heitasti miðinn í kvöld er tvímælalaust Grapevine teiti á B5.

Fram koma:
Ta!Ta!Ta!
Terrordisco
Esja

...En ég mun sitja heima og dansa með tárin í augunum.
Crystal Castles vs The Little Ones - 'Lovers Who Uncover' mp3

Crystal Castles eru betur þekkt fyrir svokallað Bitpop (Nintendo-blíp og hávaði, alveg óþolandi viðbjóður) þannig að þetta samvinnuverkefni þeirra og The Little Ones kom mér skemmtilega á óvart. Rosalega tilfinningaríkt og fúnkí.

Köllum þetta bara Emó Tekknó.
Ekkmó?
Tekknemó?
Emótek?

Ummæli

halli sagði…
...nú eða Bleepcore.

Veistu, það er samt ekki allt hávaði og surg sem kemur úr GameBoy-fiktinu.

Horfðu á heimildarmyndina 8-Bit. Þar eru þrír artistar sem gera SKEMMTILEGT. Ætla ekki að segja þér hverjir það eru; þú þarft að horfa á myndina.
Bobby sagði…
OK, ég skal tékka með opnum hug. Takk.

Vinsælar færslur