Ég er stundum svo klár
Ég er í smá vinnutörn, og er búinn að vera að hlusta á itunes á random. Í spilarann datt lag sem ég kannaðist ekki við, og ég fór að pæla í hvort að þetta væri eitthvað lag með Air sem ég hafði ekki heyrt áður. Lagið rúllaði aðeins lengur og ég áttaði mig á því að þetta væri sennilega einhver sem væri að stæla Air, en klárlega ekki jafn flínkur í stúdíóinu, því að þetta var talsvert hrárra. Loks tékkaði ég á því hvað þetta væri eiginlega, og sá þá mér til mikillar furðu að þetta var upptaka frá 1973 með "Dreamies". Við nánari athugun komst ég að því að hljómsveitin er einn maður, Bill Holt að nafni. Bill var endurskoðandi, sem fékk einn daginn þá flugu í hausinn að kannski ætti hann að gefa út plötu. Hann fór út og keypti haug af rándýrum hljóðgerflum og upptökutækjum, gerði þessa einu plötu, gaf hana út og fór svo aftur að vinna við endurskoðun.
Meira um Dreamies hér og hér.
» Dreamies - Program Ten
» Kaupa disk
Meira um Dreamies hér og hér.
» Dreamies - Program Ten
» Kaupa disk
Ummæli