LCD SOUNDSYSTEM

...Er band sem ég er mikið að hlusta á þessa dagana. Ég var að stela nýju plötunni þeirra "Sounds of Silver" og hún er stórgóð (en svo forpantaði ég auðvitað alvöru gripinn hér). Að sjálfsögðu mundi ég að öllu jöfnu setja eitthvað af Sounds of Silver á síðuna, en James Murphy er fúll kúkalabbi og hann sendir okkur alltaf hótunarmeil þegar við setjum stöffið hans hingað. Þannig að þið þurfið bara að finna lög af plötunni annarsstaðar.

En hér eru lög með ALLT öðruvísi bandi:Acid House Kings eru ofsalega hressir svíar sem eru blessuð með poppuðum og grípandi melódíum. Allt voðalega fondúpartý og elskulegheit. Fínt mánudagsstöff bara!

Acid House Kings - 'This Heart is a Stone' mp3
Acid House Kings - 'Sunday Morning' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur