Tvö ný frá tveimur
The Bees eru breskir og í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir gáfu út "Free the Bees" fyrir einhverjum árum síðan og ég hef verið staðfastur aðdáandi þeirra síðan þá. Þeir eru að undirbúa útkomu næstu plötu sem mun heita 'Octopus'. Þeir eru ögn rólegri og suðrænni núna, en alltaf jafn stónd á því. Tékkið á The Bees á myspace til að heyra meira.
The Bees - 'Got To Let Go' mp3
The Bees - 'Listening Man' mp3
Yfir til handakrikarokk-goðsagnanna Trans Am. Senn kemur nýjasta platan þeirra út, en hún var vatni ausin og skírð 'Sex Change'. Einsog nafnið gefur máski til kynna eru stefnubreytingar á þessari plötu. Lögin eru mörg hver víðáttukennd og ómþýð og er mikill geim-rokk fílingur yfir þessu öllusaman.
Trans Am - 'Reprieve' mp3
Trans Am - 'First Words' mp3
Að lokum vil ég óska blómabúðum til hamingju með konudaginn.
Ummæli
thxx!
ég er byrjaður að safna fyrir Lexus