Föstudagstvennd

Jah, svei mér þá ef það er bara ekki enn líf í kjötskrokknum sem er Junior Senior. Þessir danasvolar voru svakalega bigtæm fyrir svona fimm árum síðan með 'Everybody' og núna eru þeir aftur að gera ágætis hluti. Þetta lag fær engin Nóbelsverðlaun, en það er voða krúttilegt dill í þessu sem á vel við á sólardegi.

Junior Senior - 'Headphone Song' mp3


Ég efast reyndar um að þessi dúd sé í alvöru með einhverja prófessorsgráðu. Nema þá kannski í dauðadiskó. Kenna þeir það ekki ennþá í Bifröst? Hverju sem líður, þá er þetta svaka ítaló/eitís lag sem ætti vel við sem sándtrakkið þegar Don Johnson hleypur í sokkalausum espadrillum eftir einhverjum krimmanum niður brunastiga (bílaeltingarleikur fylgir).

Professor Genius - 'Notti Blanche' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur