Veglegt

Ef þú ert viti borin/n, þeas Justice aðdáandi, þá er tilvalið að fara á Arcade Mode og forpanta hina geysigeggjuðu plötu '†' í veglegri safnaraútgáfu: Platan á tvöföldum vínyl, 'D.A.N.C.E.' sjötomman og bolur eftir So Me. Öllu troðið í handnúmerað box. Aðeins 400 eintök verða gefin út.Ég náði að kaupa eintak í gærkvöldi áður en serverinn hjá Arcade Mode hrundi vegna ágangs. Það eru enn nokkur eintök eftir þannig að málið er að flýta sér.

Hér er upphafslagið á '†' og svo fyrsta efnið sem ég heyrði með Justice, fyrirtaks remix á Mystery Jets lagi. Þetta var áður en 'We Are Your Friends' valtaði yfir heiminn.

Justice - 'Genesis' mp3
Mystery Jets - 'You Can't Fool Me Dennis' (Justice Remix) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur