Hetjur
'Last Nite A DJ Saved My Life' með Indeep er alveg einstaklega úldin diskóklisja. Þrátt fyrir að bassalínan sé flott og laglínan grípandi, þá var alltaf hallærisbragur á því. Ég meina, kommon, það er klósett-sturt effekt í því í guðanna bænum.
En þá koma ítalóarnir í Mirage og bjarga laginu. Þau blása það fullt af tunglgeislum og neonbjarma og lagið lifnar við sem aldrei fyrr. Ég kýs þetta remix framyfir orginalinn. Það er amk ekki sturtað niður í þessari útgáfu.
Mirage eru einmitt hluti af þrenningunni (sem ég tel heilaga) Chromatics - Glass Candy - Mirage sem öll spila svipaða tónlist auk þess að starfa undir fána Italians Do It Better Records. Þetta er sánd gærdagsins, í framtíðinni.
Indeep - 'Last Nite A DJ Saved My Life' (Mirage Remix) mp3
Ummæli