Eyðimerkurjanúar
Það er auðvitað alveg bullandi andleg þynnka í gangi og þjóðin leitar hjálpar. Ég hef verið duglegur að stinga elektrónískri tónlist hingað undanfarið en nú tel ég að það sé tími á soldið kántrí. Hér er hvorki um stefnubreytingu né áramótaheit að ræða, því allir vita að mitt heit er að aka á sláttuvél þvert yfir Rússland.
Gram Parsons er án vafa einn áhrifamesti tónlistarmaður sem þú hefur aldrei heyrt um. Hann kom kántrí/rokk bylgjunni af stað í sixtís með International Submarine Band og Flying Burrito Bros. Hann breytti Byrds og Rolling Stones í kántríhljómsveitir, var ábyrgur fyrir stofnun The Eagles og kom Emmylou Harris á framfæri. Þrátt fyrir að hafa varla selt tíu plötur á ferlinum lifði Gram einsog Jesú, enda af moldríkri ætt appelsínubænda í Flórída. Það var ekki óþekkt að hann mætti á limósínu þegar bandið var að koma fram fyrir hálftómu bingókvöldi á Ellefunni eða eitthvað álíka.
Það þarf varla að taka það fram að hann drap sig á dópi og sukki, einsog virðist vera raunin með 90% allra költ hetja í músík. Það var síðan soldill skandall þegar umboðsmaður Grams rændi volgu líki hans úr kistunni, brunaði með það í eyðimörkina með lögguna á hælunum og brenndi það við dræmar undirtektir Parsons fjölskyldunnar. En draugur Gram Parsons lifir auðvitað við mikla hylli og aðdáun. Þömbum viskí og förum svo í andaglas.
Flying Burrito Bros. - 'Sin City' mp3
Flying Burrito Bros. - 'Hot Burrito #2' mp3
Og smá bónus-
Gram Parsons - 'November Nights' mp3
Gram einn að lufsast með kasettutæki. Aðeins meira folk en kántrí, enda tekið upp '65.
Gram Parsons er án vafa einn áhrifamesti tónlistarmaður sem þú hefur aldrei heyrt um. Hann kom kántrí/rokk bylgjunni af stað í sixtís með International Submarine Band og Flying Burrito Bros. Hann breytti Byrds og Rolling Stones í kántríhljómsveitir, var ábyrgur fyrir stofnun The Eagles og kom Emmylou Harris á framfæri. Þrátt fyrir að hafa varla selt tíu plötur á ferlinum lifði Gram einsog Jesú, enda af moldríkri ætt appelsínubænda í Flórída. Það var ekki óþekkt að hann mætti á limósínu þegar bandið var að koma fram fyrir hálftómu bingókvöldi á Ellefunni eða eitthvað álíka.
Það þarf varla að taka það fram að hann drap sig á dópi og sukki, einsog virðist vera raunin með 90% allra költ hetja í músík. Það var síðan soldill skandall þegar umboðsmaður Grams rændi volgu líki hans úr kistunni, brunaði með það í eyðimörkina með lögguna á hælunum og brenndi það við dræmar undirtektir Parsons fjölskyldunnar. En draugur Gram Parsons lifir auðvitað við mikla hylli og aðdáun. Þömbum viskí og förum svo í andaglas.
Flying Burrito Bros. - 'Sin City' mp3
Flying Burrito Bros. - 'Hot Burrito #2' mp3
Og smá bónus-
Gram Parsons - 'November Nights' mp3
Gram einn að lufsast með kasettutæki. Aðeins meira folk en kántrí, enda tekið upp '65.
Ummæli