Standard bloggfærsla.

Hey krakkar, ég var að finna svaka skemmtilegt popplag á internetinu. Þetta er svona með kassagítar og trommum og söng, svaka grípandi. Þið ættuð að sækja þetta, þá getið þið hlustað og sungið með! Þessir gæjar verða pottþétt stórir einhverntímann, nema ef það gerist ekki.

» Vampire Weekend - Oxford Comma

Ummæli

Viggi sagði…
Mér finnst þetta fínt en þetta minnir mig svolítið á aðra hljómsveit sem rosalega fáir vita af. Þetta er svona eins og ef að þeir myndu gera auðveldari tónlist. Það fattar þá eiginlega enginn nema ég.

Ætlarðu á ógeðslega hip tónleikana á flotta staðnum?
Sveinbjorn sagði…
Heyrðu sko þessi hljómsveit sem þú ert að tala um er nú bara þriðja flokks ripp á þarna obskúr sixtís hljómsveitinni sem þessi sem var rekinn úr fleetwood mac var þegar hann var úllingur og á dópi, sem gaf út átta rása snældu í fimmtíu eintökum á leibelinu hans Lou Reed.
Og ég fór ekki á þessa tónleika. Þetta band hætti að vera kúl í þarsíðustu viku. Ég mæti ekki á gigg í dag nema það sé Crunkstep mashup í gangi.

Vinsælar færslur