Niðurrif í miðbænum



21:30 - Axlaböndin strekkt.
Ný safnplata frá Kitsune fer að koma út, sú fimmta í röðinni. Venjulega eru þeir skrefinu á undan í kúlinu, en í þetta skiptið finnst mér þeir vera að eltast við sánd sem er á afar hraðri leið út. Eintómt blog-house og frans-tekknó. En samt eðalmálmur inn á milli, T.d. Íslandsvinirnir í Friendly Fires, M.I.A. í reif stuði, Cryptic og þessi hér:
David E Sugar - 'To Yourself' mp3

23:55 - Smáskilaboð í óskilum.
Þegar við Sveinbjörn ritstýrðum tímaritinu VAMM (sællar minningar) í gamladaga, vorum við með lítinn efnislið sem hét 'Vanmetnir Snillingar' þar sem við tókum fyrir lið einsog Rod Stewart og ELO og reyndum að sanna ágæti þeirra. Ég mundi nú reyndar ekki ganga svo langt að kalla Boney M snillinga, en finnst þó að þeim ætti ekki að vera varpað á bálköst án nánari kynna. Ég legg fram eftirfarandi sönnunargagn:
Boney M - 'Felicidad' (Breidholt's Senorita Margarita edit) mp3

00:45 - Biðraðir, plastpokadingl.
Ég sakna eitís popptónlistar. Ekki bara því hún er svo frábær, heldur vegna þess að hún var svo einlæg og blátt áfram. Sætar píur með permanent sungu um ást, djamm, öfund og breiköpp og allir dansa svo það brakar í leðurbrókunum. Í dag syngja hórur um hvað papparassar séu glataðir, allir eru að slúðra látið mig í friði og ég er engin smástelpa (sjáið rasskinnarnar mínar). Það brakar ekkert í mínum leðurbrókum við þannig ógeð.
SOS Band - 'Just Be Good To Me' (Facemeat's tempo edit) mp3

04:456456 - Tímaflakk.
Það er löngu kominn tími á Electroclash endurvakningu. Þessi dýrðarár 2001-2005 þegar eitís, elektró og eiturlyf sópuðust saman í eitthvert kabarettklætt kynlífsvélmenni sem dansaði undir stróbljóstungli. Fischerspooner, Felix da Housecat, Mirwais, Electroberlin, Girls on Top, Green Velvet, Tiefschwarz, Tiga, Mr. Velcro Fastener, LFO og Dopplereffekt... drottinn minn góði, minningarnar!
Adult - 'Hand To Phone' (Cordless Mix) mp3

05:40 - Bjargvætturinn sæng.
Ooooog slaka.
Fleetwood Mac - 'Safe Harbor' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hit Parade er Rokkland nútímans. Og þú ert MacBook Air á meðan Óli Palli er Win95 borðtölva með bláum skjá. Rokkið er dautt. Lifi allt hitt.
Sveinbjorn sagði…
Addicted með Alan Braxe af Kitsune Maison er magnaðasta lag sem ég hef heyrt í langann tíma.
Nafnlaus sagði…
Vá, þegar þú sagðir "Íslandsvinir í Friendly Fires" hugsaði ég með mér WTF!!! (Ég hugsa bara í skammstöfunum þegar ég æsist yfir einhverju). Fattaði síðan að auðvitað spiluðu þeir á Moshi Moshi kvöldinu á Nasa á sama tíma og Grizzly Bear voru í Hafnarhúsinu. Og miðað við hvað GB voru mikil vonbrigði þá sé ég massíft eftir að hafa ekki séð Friendly Fires. Djöfull eru þeir freakin' góðir!

Vinsælar færslur