Þá byrjar ballið

Í eitís var Michael Jackson duglegur að gera dúetta með skallapoppurum. Paul McCartney fékk algert jungle fever og gerði 'The Girl is Mine' og 'Say Say Say' með honum og á svipuðum tíma hringdi síminn hjá Rolling Stones... The Rolling Phone.

Árið 1984 gerðu Jacko og Mick Jagger hinn dúndurgrípandi smell 'State Of Shock' sem gerði væntanlega allt tryllt í bílnum hjá stóra bróður mínum.


Mazdan hans Steina var reyndar svört og með svona plast-blæju-grind fyrir afturglugganum.

Þetta telst tæknilega séð lag með The Jacksons því bræður hans fengu að skúra gólfið í stúdíóinu og einn eða tveir fengu að syngja bakraddir.

The Jacksons & Mick Jagger - 'State of Shock' mp3


- - - -

Svo minni ég alla á viðburð helgarinnar. Á Organ annað kvöld munu Stóðhestalávarðarnir, Forseti Bongólands og Bjössi Pé leika fyrir dansi í fullum skrúða og slá hvergi af í fúttinu. Alls ekki galið.

Busy P er eigandi Ed Banger og umboðsmaður Daft Punk. Svona Einar Bárðarson Frakklands.

Ummæli

gulla sagði…
Að ógleymdu Ebony & Ivory með Stevie Wonder. McCartney var greinilega á einhverju Afríkuflippi um skeið, í von um að ná tengslum við sinn innri blökkumann.
Bobby Breidholt sagði…
Once you go jackson, you never go back, son.

Vinsælar færslur