Who you gonna booty-call?Ghosthustler koma frá Texas og gera skemmtilega dansimússík. Þeir eru með þetta eitís-elektró dæmi í gangi og kemur mér það á óvart að þeir hafi ekki verið tjörubornir og hent út á járnbrautarteini fyrir að vera með svona músík í Texas. Það gæti alveg eins verið að þeir hafi lent í þannig, þegar þeir spiluðu á "Earl's Bar & Grill (Cold Beer - Color TV)". Ef svo er, þá dáist ég að þrautseigjunni í þeim.

'Only Me To Trust' er svona mánudags-koma sér í gírinn en 'Busy Busy Busy' er meira húllumhæ.

Ghosthustler - 'Only Me To Trust' mp3
Ghosthustler - 'Busy Busy Busy' mp3

Ummæli

Sóley sagði…
hey...'only me to trust' er bara hálft lag! ég þrái meira eitís! :)
Bobby Breidholt sagði…
Búinn að endur-öpplóda. Wáhú.

Vinsælar færslur