Fötumökk Heljarstökk
Axel Antas
Þessa dagana hlusta ég eiginlega bara á tvær tónlistartegundir og önnur þeirra er reggae. Ég er með blessaðan bökuðukartöflu-taktinn á heilanum og elska að vinna/teikna/skrifa við ljúfan eyjuhljóm og ástarsöngva Barbadoskvenna. Svo er líka kafaldsbylsþriðjudagur að kaffæra mann með köldum kodda og því er fátt annað að gera en að láta börkinn reika til steiktra stranda og kókoshnetuhýðis.
Fyrst er það ólátabelgurinn og hamhleypan Lee 'Scratch' Perry með sína útgáfu af 'Chase The Devil' sem Max Romeo gerði frægt á svipuðum ef ekki sama tíma. Ég var einmitt að lesa það að í Jamaíku, þegar þú tekur svona karaókí spuna-söng ofan á annarra manna lag er það kallað 'Toasting' þannig að hananú.
Lee 'Scratch' Perry - 'Disco Devil' mp3
Slökum okkur yfir í vangadans og kelum soldið í hengirúminu. Susan Cadogan syngur hér um eitthvað dusilmennið sem fer illa með hana. En Súsí fílar þannig gæja og heimtar því meira. Þessar kellingar.
Susan Cadogan - 'Hurt So Good' mp3
Hin tónlistartegundin sem ég er með á heilanum er diskó. Og viti menn, hér er lag sem sameinar þessa tvo stíla. Þetta er af hinni æðislegu safnplötu Hustle! Reggae Disco sem ætti að vera til í hverjum strandkofa.
Family Choice - 'And The Beat Goes On' mp3
Ummæli
...eða, það væri amk gaman.
Svona idiot savants nema með CRAZY í staðinn fyrir IDIOT
Meira meira!
http://permanentcondition.blogspot.com/2005/08/prince-jazzbo-natty-passing-thru-ital.html
... permanentcondition tónlistarbloggið er alveg mjög fínt. Var örugglega búinn að hamast í því áður að fá ykkur til að taka eftir því. Hamast ég enn.
Allavega, þessi plata sem ég linka á, með Prince Jazzbo & the Upsetters: Natty Passing Thru', er alveg mjög eiguleg. Mælimeðenni.