Gestafærsla: Árni Kristjánsson sendir út frá Tokyo.Minako Yoshida er japönsk söngkona og lagasmiður sem að gerði garðinn frægan í upphafi áttunda áratugarins. Fyrir utan að semja eigin funk/folk-skotna popptónlist þá vann hún einnig mikið með poppgoðinu Tatsuro Yamashita sem að bróðir hennar var upptökustjóri fyrir.

Þetta lag er af plötunni Twilight Zone frá 1977 og er talið klassík meðal plötusafnara hér í borg. Sjö-tomman af þessu lagi inniheldur einnig "Part II" sem er eftirsóknarvert hjá hip-hop pródúserum út af trommutakti sem að byrjar lagið.

» Minako Yoshida - "Shooting Star of Love"

Ummæli

Vinsælar færslur