Vangalag fyrir VindsængÉg hef ritað um Gene Clark hérna áður enda er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er alveg bömmer time að lesa lífshlaup hans en tónlistin sem situr eftir er glóandi, brennandi snilld. Mikill frumkvöðull var hann í þjóðlaga- og kántrírokki, var aðallagahöfundur Byrds á gullárunum en endaði í oblivion og drapst úr áfengi fyrir fimmtugt. Ég gróf upp þessa perlu með honum um daginn. Soldill californíu-CSNY fílingur yfir þessu.

» Gene Clark - "Silver Raven"

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er gott kaffi! Það eru ágætir þættir á Rás 2 á Sunnudögum um Americana. Um daginn var talað um Gene og heimsókn Íslensks Byrds-fríks baksviðs hjá honum, mjög fyndið. þetta var fyrir nokkrum vikum, kannski enn hægt að hlusta.

SAG
Bobby Breidholt sagði…
Já frábærir þættir!
Kristján sagði…
Ansi mögnuð plata í heildina séð, nefnist No Other. Þó fékk David Geffen kast þegar Clark skilaði henni af sér, fannst tilfinnanlegur skortur á singlum...
Gene greyið hvarf hálfskælandi á braut.

Vinsælar færslur