Hin Hála Braut Nostalgíunnar
Ég lýsi því yfir að dagurinn í dag, föstudagurinn þrettándi febrúar 2009, sé Unglingadagur. Planið er að hlusta á ekkert nema tónlist frá unglingavinnuárunum og fara svo á sopafyllerí og dansa við lúsera rokk þangað til keðjuveskið hendist uppúr rassvasanum.
Ég afmarka tímabilið svona: Beck kom fram sirka '94 með svona slæpingja-dropout rokk. Á sama tíma fengu gruggbönd loksins að dafna & þroskast eftir að hafa verið í skugganum af Kurt Cobain. Úr þessu varð svona köflótt þunglyndis rokk fyrir lið sem dýrkaði Janeane Garofalo. Svo gerðist þetta svolítið commercial þegar Drew Barrymore og Liv Tyler fóru að blandast í málin. Skyndilega virtust allir vera komnir í keiluskyrtur. Svo endaði þetta allt rétt uppúr aldamótum þegar fólk nennti ekki að vera þunglynt lengur og kaus frekar tippabrandara.
En tónlistin var góð, þó ekki nema fyrir minningarnar. Þetta ættu allir að eiga á kassettu heima, tekið upp af Xinu.
» Marcy Playground - "Sex and Candy"
» L7 - "Pretend We're Dead"
» Sonic Youth - "Sugar Cane"
» Wheatus - "Teenage Dirtbag"
Ummæli
Arna