Mánudags Sveitaró

Lagið 'Reason to Believe' eftir Tim heitinn Hardin er ein af mestu perlum dægurfólks sögunnar að mínu mati. Einfalt, grípandi og fullt af tilfinningu og sál. Það eru greinilega margir sammála mér í því, enda hefur lagið verið coverað af hérumbil öllum. Cher, Scott McKenzie, Rod Stewart, Glen Campbell, Bobby Darin og Carpenters hafa öll tekist á við það. En þrátt fyrir að útgáfan hans Rod sé býsna góð, þá segi ég að The Youngbloods hafi vinninginn.


Wá gæjinn til vinstri passar ekkert inní hópinn. Hann er rosalega 80's

Youngbloods eru þekktastir fyrir hippasmellinn 'Get Together' en náðu aldrei þeirri hylli sem þeir áttu skilið. Platan 'Earth Music' frá 1967 er full af sveitaskotnu gleðipoppi og er ein af fyrstu kántrýrokk plötunum. Þar fær einmitt Reason að hljóma.

*Fegurrrrð*

» The Youngbloods - "Reason to Believe"

Ummæli

Vinsælar færslur