Einn Til

Hér er eitt sem varð afgangs í gær. Britpop æðið var í algleymingi um miðjan tíunda áratuginn. Ég var aldrei inní þessu Blur vs Oasis rugli (voru það ekki bara stelpurnar?). Ég var allur í rappinu annars vegar og í bandaríska artý-grugginu (Sonic Youth) hins vegar. Af bresku böndunum fílaði ég helst Pulp ('Common People' er mögulega besta popplag 90's) en hafði líka veikan blett fyrir Suede. Þeir voru alltaf mest sleazy af öllum þessum bóluböndum.

» Suede - "Animal Nitrate"


Sepia: Opinber litur 90's

Ummæli

Vinsælar færslur