Blörr
Ariel Pink er artífartí gaur frá Beverly Hills sem gerir ansi tormelta tónlist sem hann gefur út kvist og bast í kassettugæðum. Svo kvistað og bastað er þetta hjá honum að aðdáendur hans hafa fæstir heyrt plötur hans í heild sinni. Aðdáendurnir eru víst líka duglegir að baula á hann á tónleikum enda er hann víst enn tormeltari á sviði en á plötu.
En þetta lag er ekki tormelt, þvert á móti. Þetta er þvílíkt útúr smooth 70's popp að það er einsog ljóskastari úr políester. Minnir mig á Alan Parsons Project og Fleetwood Mac á Bob Welch tímabilinu. Ef hann heldur svona áfram þá mega Chromatics fara að vara sig í kómadiskó deildinni.
» Ariel Pink's Haunted Graffiti - "Can't Hear My Eyes"
Ummæli
hey also check out Geneva Jaccuzi. "love caboose", spesh. she used to be a frequent collaborator on haunted graffiti records.
~Jasmin