mánudagur, apríl 16, 2007

Fjallganga


Að láta örlögin og (shuffle stillinguna) velja tónlistina fyrir sig er tilvalin leið til að uppgvöta gullmola sem maður hefur gleymt. Það er einsog að finna gamlan þúsundkall í jakka sem hangir á snaga í sundi.

Ég var einmitt búinn að gleyma að ég ætti stöff með Manchesterrokkurunum Nine Black Alps. Ég digga þessa róandi tóna með þeim:

Nine Black Alps - 'Intermission' mp3
Nine Black Alps - 'Attraction' mp3

Þrátt fyrir að þessi tvö lög séu mjög ómfögur og varðeldaleg, þá eru fjallagarparnir þekktari fyrir mun harðara vítamín, einsog næsta lag sannar. Mjög skemmtilegur leit-eitís Sonic Youth hjólabrettarokk fílingur.

Nine Black Alps - 'Shot Down' mp3

2 ummæli:

halli sagði...

Heyrðu:

"Að láta örlögin og (shuffle stillinguna) velja tónlistina fyrir sig er tilvalin leið til að uppgvöta gullmola sem maður hefur gleymt. Það er einsog að finna gamlan þúsundkall í jakka sem hangir á snaga í sundi."

Þú meinar einsog að stela?

Bobby sagði...

Já. Þetta pönslæn var soldið langsótt, ég viðurkenni það.