Gleðilega Jesúhelgi
Don Balli Funk rúntaði áðan upp í Breiðholt og lét okkur hafa þetta lag með Dan Le Sac vs Scroobius Pip í skiptum fyrir landa og tvö segulbandstæki.
Þetta lag má flokka með tímamótaverkum einsog 'Losing My Edge' með LCD Soundsystem og 'Destroy Rock n Roll' með Mylo. Lag sem er dynjandi dansvænt en um leið hálfgert manifestó (má einnig nefna lagið 'Popular' með Nada Surf). Tónverk sem les manni lífsreglurnar. Hlustið á lagið og frelsist. Það eru nú páskar.
Eftir smá rannsóknarvinnu hef ég komist að því að þetta lag mun á næstu vikum springa í vinsældum og því er málið að vera á undan öllum póserunum og kunna textann utanbókar áður en þetta verður notað í prómó á Skjá Einum.
Með heilagleika næstu daga í huga lýsi ég því einnig yfir að þetta sé páskasmellurinn semog snemmbúinn föstudagsslagari.
Dan Le Sac vs Scroobius Pip - 'Thou Shalt Always Kill' mp3
Þetta lag má flokka með tímamótaverkum einsog 'Losing My Edge' með LCD Soundsystem og 'Destroy Rock n Roll' með Mylo. Lag sem er dynjandi dansvænt en um leið hálfgert manifestó (má einnig nefna lagið 'Popular' með Nada Surf). Tónverk sem les manni lífsreglurnar. Hlustið á lagið og frelsist. Það eru nú páskar.
Eftir smá rannsóknarvinnu hef ég komist að því að þetta lag mun á næstu vikum springa í vinsældum og því er málið að vera á undan öllum póserunum og kunna textann utanbókar áður en þetta verður notað í prómó á Skjá Einum.
Með heilagleika næstu daga í huga lýsi ég því einnig yfir að þetta sé páskasmellurinn semog snemmbúinn föstudagsslagari.
Dan Le Sac vs Scroobius Pip - 'Thou Shalt Always Kill' mp3
Ummæli
svo satt
Svona er að treysta á liðið úr Killa Hill!
DBF