Fagurt grænt
Mark Ronson var að gefa út plötuna "Version" þar sem hann coverar hin ýmsu lög á sinn sérstæða máta. Það er mikill Motown fílingur yfir öllu og kemur það lítið á óvart, þar sem Ronson aðstoðaði einmitt Ný-Motown gellurnar Amy Winehouse og Lily Allen með sínar nýjustu plötur.
ég mæli með því að þið grafið upp Zutons coverið 'Valerie' í flutningi Amy Winehouse sem keyrir Detroit sándið til hins ýtrasta. En lagið af plötunni sem ég vil deila með ykkur er þetta:
Mark Ronson ásamt Santo Gold - 'Pretty Green' mp3
Ekki bara sumarlegt og dansvænt, heldur koma líka orðin "Hit Parade" fyrir í laginu. Tilvalið.
ég mæli með því að þið grafið upp Zutons coverið 'Valerie' í flutningi Amy Winehouse sem keyrir Detroit sándið til hins ýtrasta. En lagið af plötunni sem ég vil deila með ykkur er þetta:
Mark Ronson ásamt Santo Gold - 'Pretty Green' mp3
Ekki bara sumarlegt og dansvænt, heldur koma líka orðin "Hit Parade" fyrir í laginu. Tilvalið.
Ummæli
Mark Ronson er sniðugur. Póstaðir þú ekki einhverju Lily Allen rímixi sem hann gerði? Svona Motown flott fílingz?
Halli, lesa færsluna...!