Fjallganga


Að láta örlögin og (shuffle stillinguna) velja tónlistina fyrir sig er tilvalin leið til að uppgvöta gullmola sem maður hefur gleymt. Það er einsog að finna gamlan þúsundkall í jakka sem hangir á snaga í sundi.

Ég var einmitt búinn að gleyma að ég ætti stöff með Manchesterrokkurunum Nine Black Alps. Ég digga þessa róandi tóna með þeim:

Nine Black Alps - 'Intermission' mp3
Nine Black Alps - 'Attraction' mp3

Þrátt fyrir að þessi tvö lög séu mjög ómfögur og varðeldaleg, þá eru fjallagarparnir þekktari fyrir mun harðara vítamín, einsog næsta lag sannar. Mjög skemmtilegur leit-eitís Sonic Youth hjólabrettarokk fílingur.

Nine Black Alps - 'Shot Down' mp3

Ummæli

halli sagði…
Heyrðu:

"Að láta örlögin og (shuffle stillinguna) velja tónlistina fyrir sig er tilvalin leið til að uppgvöta gullmola sem maður hefur gleymt. Það er einsog að finna gamlan þúsundkall í jakka sem hangir á snaga í sundi."

Þú meinar einsog að stela?
Bobby sagði…
Já. Þetta pönslæn var soldið langsótt, ég viðurkenni það.

Vinsælar færslur