bonjour


Sebastien tellier er ungur fransmaður sem gaf út sína fyrstu plötu, L'incroyable Vérité (árið 2001) hjá record makers, útgáfufyrirtækinu sem tvíeykið í Air stofnaði. Seinni platan hans kom út árið 2004, politics. Sessions heitir þriðja platan hans sem kom út á seinasta ári og er þetta lag á þeirri plötu. Hann spilar á flest öll hljóðfærin sjálfur og pródúsar þau einnig. Hann átti víst að koma spila hér á bright nights hátíðinni á seinasta ári. Hvað var það eiginlega? Man einhver eftir Bright nights, var hún kannski en ég missti algjörlega af henni eða floppaði þessi hátíð? Anyway það er víst alveg “experience” að sjá þennan gaur live. Þetta er yndislegt lag og fleiri yndisleg lög eru á myspace-inuhans


Sebastien Tellier - 'La Ritournelle' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já, Sveinbjörn sendi mér þetta lag einhverntímann og ég hlustaði á það nítjánþúsund sinnum og fannst það alltaf verða betra og betra.

En svo heyrði ég 'Politics' plötuna og varð svo leiður, því þetta lag er laaaaangbesta lagið með honum. Hitt dótið er örugglega fínt ef maður heyrir það allt á sama tíma og þetta er ekki orðið uppáhalds (allt hitt varð frekar boring). Hvernig er nýja platan?
Laufey sagði…
Ég hef eiginlega ekkert heyrt í nýju plötunni og get ekkert fundið hana á netinu til ad downloada,
nema þá á amazon og kaupa hana þar (sem ég hef ekki gert). En held sko að þessi nýjasta plata er svona samansafn af þessm tveim fyrri plötum(eitthvað þannig held ég,er samt ekki viss) En það sem ég heyri þarna á myspace síðunni hans er mjöööög gott sérstaklega "le long de la rivie" geðveikt. En ég get svo sem ímyndað mér að allt sé svona vonbrigði eftir La ritournelle sem er nottulega bara sko crazygood lag.
Nafnlaus sagði…
Varað fatta að ég á Sessions. Hún er greinilega það frábær að ég gleymdi henni algjörlega.

Fann plötuna þegar ég varað leitað laginu 'Fantino' sem var t.d í Lost in Translation. Það var fínt, en einsog allt hitt svo einhvernveginn ótrúlega low-key, á meðan La Ritournelle er svo frábærlega epískt og samt ekki over-the-top.

Vinsælar færslur